The liver is evil, therefore it must be punished

Tuesday, February 21, 2006

Sigurjón Svali

Og núnú jæja þá

Þá ætla ég að reyna halda áfram með þessi dagbókarskrif, eða hvað það nú er sem þetta kallast. Í það minnsta er ekki hægt að segja að það hafi verið fjallað um marga daga hérna. :)
En nú er svo komið að ég er búinn að fylgjast með prófkjörum hinar síðast liðnar vikur, og get varla orðað bundist lengur. Þá er ég einkum að tala um prófkjör samfylkingarinnar í rvk. Vissulega virtist kjörið sjálft fara sæmilega fram og fjöldi þeirra sem greiddu atkvæði sýnir vissulega styrk flokksins.
Það sem fór/fer fyrir brjóst mér er hvað frambjóðendunir höfðu fram að færa. Þau Dagur(borgarfulltrúi), Steinunn (borgarstjóri) og Stefán Jón (formaður borgarráðs) voru öll einróma um það þau væru best til fallinn að leiða borgina áfram til nýrra tíma, og má vel vera að þau séu það.
En bíddu bíddu! hvernig stendur á því að ekkert þeirra nefnir góðan árangur R-listans á síðustu þremur kjörtímabilum? Nú hafa þau öll setið í borgarstjórn fyrir R-listans til lengri eða skemmri tíma. Hafa þau öll ekki haft tækifæri til að gera borgina betri? Af hverju í guðs nafni kom það aldrei fram? Síðast í kvöldfréttum sagði Dagur, í kjölfar góðrar skoðunarkönnunar, "Að fólkið treysti samfylkingunni best til að leiða borgina til nýrra tíma!"
Ég skal segja ykkur það

2 Comments:

Post a Comment

<< Home