The liver is evil, therefore it must be punished

Friday, September 23, 2005

He-man

Sá He-man í fyrsta skiptið síðan ég var 7-8 ára nú í dag. Og vitiði hvað! Ég fílaði hann jafn mikið og þegar ég var pínupjakkur. Magnað!
Ég meina hvað er ekki að fíla? Gaur sem er felu súperhetja sem á grænt ofurviðkvæmt tigrísdýr. Samt er Skeletor ennþá aðalgaurinn. soldið svona eins og anorexía gone bad. Og svo er náttúrulega bara snilld að hann skuli vera með "counsil of evil" Hvað er meira cool en það.

Friday, September 16, 2005

20. Hlutir sem eru asnalegir

1. Barnaland.is
2. Man. utd.
3. Framsóknarflokkurinn
4. Fólk sem finnst ég ekki vera myndarlegur
5. Öll blogg hjá fólki sem ég þekki ekki
6. Innmatur
7. Að Latibær skuli vera sýndur eftir kvöldfréttir
8. Að Mikki Mús skuli eiga hund og vera besti vinur annars hunds
9. Lundabrúður
10. Legó
11. Fólk sem fílar vonda tónlist
12. Húsflugur
13. Dr. Phil
14. Innlit/útlit
15. Að ég sé á lausu
16. Íslenska sauðkindinn
17. Finnland
18. Að það skuli vera til ríkisrekinn sjónvarpstöð
19. Að það skuli vera stríð og fátækt
20. Að ég skuli ekki vera með 20% hærri laun og samstarfskonur mínar eins og allir hinir strákarnir

Thursday, September 15, 2005

hæh

Sæl veriði, (nú eða ekki, ef það les þetta enginn)
Ákvað eftir smá vangaveltur að prófa þetta tjáningaform, kannski er þetta þetta e-hvað fyrir mig.
N.B. Smá reglur.
1. Ég ætla ekki að taka nokkra ábyrgð á því sem ég segi hér inni (þmt. stafsetningarvilllur). Þetta verður hvort eð er allt saman e-hvað bull í litlum einsetumanni e-hverstaðar og ber ekki að taka alvarlega.
2. Það er bannað að nefna þetta blogg á förnum vegi. Ekkert er ömurlegra en þegar vinir manns fara að tala um blogg hvers annars og krítísera þau. (aths. sjá reglu 1.)
3. Allar reglur sem ég set hér inni eiga jafnt á við alla þ.m.t. Ósk (aths. sjá reglu 1. og 2.

Tökum nú höndum saman og komum framsókn af þingi
Ciao